Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot, föstudaginn 29. apríl

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot, föstudaginn 29. apríl
EuroJackpot-fréttir

Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en átta spilarar skiptu 3. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 18 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðanna  voru keyptir í í Þýskalandi en hinir í Danmörku, Slóveníu og Tékklandi. Íslendingur var einn af þeim sem fengu 4. vinning og hlýtur hann rúmlega 1,1 milljón króna. Miðinn var keyptur í N1 á Egilsstöðum.
Tveir miðaeigendur voru með 2. vinning í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hvor. Annar miðinn var keyptur í Mini Market í Reykjanesbæ en hinn á lotto.is

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 2.803.