Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot 5. júlí

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot 5. júlí
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld og flyst því potturinn yfir í útdráttinn á föstudaginn. Sjö miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 22,6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Ungverjalandi, Finnlandi, tveir í Danmörku og tveir í Þýskalandi. Þá voru fimmtán með 3. vinning og hlýtur hver þeirra rétt tæplega 6 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Spáni, Svíþjóð, Tékklandi, tveir í Hollandi, þrír í Danmörku, þrír í Þýskalandi og þrír í Ungverjalandi.

Þrír miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Happahúsinu í Kringlunni, Olís, Hafnarfjarðarvegi í Garðabæ og á heimasíðu okkar, lotto.is.

Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 2.797.