Lottóleikir » EuroJackpot - sögulegur 1. vinningur til Danmerkur

Til baka í listaEuroJackpot - sögulegur 1. vinningur til Danmerkur
EuroJackpot-fréttir

Lífið breyttist svo sannarlega þennan föstudaginn hjá miðahafa í Danmörku sem var aleinn með 1. vinninginn! Potturinn í kvöld var sá allra hæsti frá upphafi og hlýtur sigurvegarinn sögulega 16,6 milljarða. Átta skiptu með sér 2. vinningnum og fá hvorki meira né minna en 415 milljónir hver. Sex miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Noregi og einn í Ungverjalandi. Þá voru alls átján miðahafar með 3. vinninginn og hlýtur hver þeirra tæpar 18 milljónir. Miðarnir voru keyptir í Slóveníu, Ungverjalandi, Ítalíu, þrír í Danmörku og tólf í Þýskalandi.

Einn Íslendingur var meðal þeirra sem voru með 4. vinninginn og fær sá heppni rúmlega 263 þúsund krónur. Miðinn góði var keyptur í Kvikk á Vesturlandsvegi.

Jókerinn gekk ekki út í kvöld en einn var með 2. vinning og fær 100 þúsund krónur í vasann. Miðinn góði er í áskrift.