Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot 9. ágúst

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot 9. ágúst
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1. vinninginn að þessu sinni en einn heppinn miðahafi í Þýskalandi var með 2. vinning og fær rúmlega 137 milljónir. Þá voru tveir sem skiptu með sér 3. vinningnum og hljóta tæpar 39 milljónir hvor, en miðarnir góðu voru keyptir í Danmörku og Finnlandi. 

Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fá 100 þúsund krónur á mann. Miðarnir voru keyptir í Appinu, á lotto.is og einn er í áskrift.