Lottóleikir » EuroJackpot - 1. vinningur til Danmerkur

Til baka í listaEuroJackpot - 1. vinningur til Danmerkur
EuroJackpot-fréttir

Heppnin var með miðahafa í Danmörku í kvöld sem var aleinn með 1. vinninginn og hlýtur rúmlega 2,3 milljarða! Fjórir skiptu með sér 2. vinningnum og fær hver þeirra rúmlega 57 milljónir í vasann, en allir voru þeir keyptir í Þýskalandi. Þá voru sex miðahafar með 3. vinninginn og fær hver og einn þeirra rúmlega 21 milljón. Miðarnir voru keyptir á Spáni, Ungverjalandi, tveir í Noregi og tveir í Þýskalandi.

Enginn var með 1. vinninginn í Jókernum í kvöld en einn heppinn áskrifandi var með 2. vinning og fær 100 þúsund krónur í vasann.