Lottóleikir » EuroJackpot - Áskrifandi með 2ja milljóna Jókervinning

Til baka í listaEuroJackpot - Áskrifandi með 2ja milljóna Jókervinning
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1. vinning í þessum föstudagsútdrætti en einn var með 2. vinning og fær hann rúmlega 265 milljónir, miðinn var keyptur í Þýskalandi.  Sjö miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 21 milljón, þrír miðanna voru keyptir í Danmörku, þrír í Þýskalandi og einn í Finnlandi.

Af Jóker er það að segja að einn var með allar tölurnar réttar og í réttri röð og fær því 2 milljónir í vinning, miðinn er í áskrift.  Þar að auki voru fjórir með 2. vinning og fá þeir 100 þúsund kall hver, þrír miðanna eru í áskift en einn var keyptur í Olís Varmahlíð.