Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot 9. desember - 1. vinningur til Ungverjalands

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot 9. desember - 1. vinningur til Ungverjalands
EuroJackpot-fréttir

Stálheppinn Ungverji var einn með 1. vinning í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúma 11 milljarða króna.

Þrír heppnir miðahafar skiptu með sér 2. vinning og fær hver þeirra rétt rúmar 111 milljónir króna. Einn miðinn var keyptur í Finnlandi og tveir miðanna í Ungverjalandi. Þá voru sex miðahafar sem skiptu með sér 3. vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 31 milljóna króna. Miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Finnlandi og fjórir í Þýskalandi.

 

Enginn var með 1. vinning í Jóker útdrætti kvöldsins en einn miðahafi var með 2.vinning og fær hann 100 þúsund krónur í sinn hlut. Miðann keypti hann í Shellskálanum í Hveragerði