Lottóleikir » EuroJackpot - 2. vinningur til Noregs og Þýskalands
Til baka í listaEuroJackpot - 2. vinningur til Noregs og Þýskalands
EuroJackpot-fréttir
Fyrsti útdráttur ársins 2023 skilaði engum 1. vinningi en tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 223,7 milljónir í vinning, annar miðinn var keyptur í Noregi en hinn í Þýskaland. Sex miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 14,9 milljónir, miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Póllandi, Danmörku, Ítalíu og þrír í Þýskalandi.
Af Jóker er það að segja að engin náði að landa 1. vinningi en fimm miðahafar fengu 2. vinning sem hljóðar upp á 100 þúsund kall. Einn miðinn var keyptur í Mini Market á Smiðjuvegi í Kópavogi, tveir voru keyptir á lotto.is og tveir eru í áskrift.