Lottóleikir » Enginn með 1.vinning í EuroJackpot

Til baka í listaEnginn með 1.vinning í EuroJackpot
EuroJackpot-fréttir

Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni í EuroJackpot, en þrír skiptu 2. vinningi á milli sín og hlýtur hver þeirra rétt rúmar 82 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Danmörku og Noregi. Þá voru sex með 3. vinning og fær hver þeirra rúmlega 23 milljónir króna. Fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi en sá sjötti á Spáni.

Það dróg heldur betur til tíðinda í Jóker kvöldsins en heppinn viðskiptavinur var með 1. vinning í Jóker og fær fyrir það 2 milljónir króna. Miðinn var keyptur á Lottóappinu. Enginn var með 2. vinning.