Lottóleikir » Úrslit í EuroJackpot 7. febrúar 2023

Til baka í listaÚrslit í EuroJackpot 7. febrúar 2023
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1.vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot en þrír heppnir miðahafar skiptu með sér 2.vinning og fær hver þeirra rúmar 50,5 milljónir í vasann. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Noregi og Þýskalandi. Tveir miðahafar voru með 3.vinning og fá þeir tæpar 43 milljónir hvor en miðarnir voru keyptir í Noregi og Slóvakíu.

Enginn var með allar tölur réttar og réttri röð í Jókernum en einn miðahafi var með 2.vinning og fær fyrir það 100.000 krónur. Miðann keypti hann í Olís við Tryggvagötu, Akureyri.