Lottóleikir » EuroJackpot - 3. vinningur til Íslands
Til baka í listaEuroJackpot - 3. vinningur til Íslands
EuroJackpot-fréttir
Það hljóp heldur betur á snærið hjá miðaeiganda á Íslandi sem verslaði sér miða í Lottóappinu en hann var einn af þremur sem skiptu með sér 3. vinningi. Fær hver þeirra rúmlega 32,1 milljón í vinning. Hinir tveir miðarnir voru báðir keyptir í Þýskalandi, annar í Stuttgart en hinn í Münster. Hins vegar gengu hvorki 1. né 2. vinningur út að þessu sinni og stefnir 1. vinningur í tæpa 6 milljarða í útdrættinum á næsta föstudag. Jóker var ekki að gefa mikið af sér að þessu sinni en hvorki 1. né 2. vinningur gengu út.