Lottóleikir » EuroJackpot - 2. vinningur til Íslands - tæpl.100 milljónir

Til baka í listaEuroJackpot - 2. vinningur til Íslands - tæpl.100 milljónir
EuroJackpot-fréttir

Enginn var með 1. vinning þennan föstudaginn en fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 99,3 milljónir.  Þar af var einn miðinn keyptur á Íslandi, nánar tiltekið í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík.  Hinir miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi.  3. vinningur skiptist á milli níu miðaeigenda og fær hver þeirra rúmlega 19,6 milljónir, þeir miðar voru keyptir í eftirtöldum löndum; Hollandi, tveir í Svíþjóð, Finnlandi og fimm í Þýskalandi. 

Þrír voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur, tveir miðanna voru keyptir í appinu en einn er í áskrift.