Lottóleikir » Fréttir
-
100 milljóna vinningshafi gaf sig fram
EuroJackpot-fréttir
Það var heldur betur ánægður EuroJackpot spilari sem mætti á skrifstofu Íslenskrar getspár í gær með miða sem keyptur var í Bitahöllinni á Bíldshöfða í Reykjavík. Miðinn góði innihélt 5 réttar tölur ásamt einni stjörnutölu og færir vinningshafanum 99,3 skattfrjálsar milljónir.
-
EuroJackpot - 1. vinningur til Þýskalands
EuroJackpot-fréttir
Alls voru rúmlega 447 þúsund miðahafar víðsvegar um Evrópu sem nældu sér í vinning að þessu sinni. Einn var þó lang heppnastur en hann var aleinn með allar aðaltölur og báðar stjörnutölurnar réttar og fær því óskiptan 1. vinning sem hljóðaði að þessu sinni upp á rúma 10,9 milljarða króna. Þessi lukkunnar pamfíll keypti miðann sinn í München í Þýskalandi og getur nú siglt inn í sumarið með bros á vör. Enginn var með 2. vinning en tveir deildu 3. vinningi og fær hvor þeirra rúmlega 59 milljónir króna. Þeir miðar voru einnig keyptir í Þýskalandi, annar í München en hinn í Wiesbaden.
Enginn náði að landa 1. vinningi í Jóker en þrír náðu þeim næstbesta sem hljóðar upp á 100 þúsund kall, allir voru þeir miðar keyptir með rafrænum hætti; einn á lotto.is en tveir í appinu.
-
EuroJackpot - 2. vinningur til Íslands - tæpl.100 milljónir
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning þennan föstudaginn en fimm miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 99,3 milljónir. Þar af var einn miðinn keyptur á Íslandi, nánar tiltekið í Bitahöllinni við Stórhöfða í Reykjavík. Hinir miðarnir voru keyptir í Slóvakíu, Noregi og tveir í Þýskalandi. 3. vinningur skiptist á milli níu miðaeigenda og fær hver þeirra rúmlega 19,6 milljónir, þeir miðar voru keyptir í eftirtöldum löndum; Hollandi, tveir í Svíþjóð, Finnlandi og fimm í Þýskalandi.
Þrír voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur, tveir miðanna voru keyptir í appinu en einn er í áskrift.
-
Úrslit í EuroJackpot 21.mars 2023
EuroJackpot-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út í EuroJackpot í kvöld. Fimm miðahafar skiptu með sér 3.vinning og fær hver þeirra rúmar 20,5 milljónir í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Slóvakíu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jókernum en fjórir voru með 2.vinning og fá þeir 100.000 krónur hver. Miðarnir voru keyptir í Jolla í Hafnarfirði, N1 við Þjóðbraut á Akranesi, á vef okkar lotto.is og einn miðanna er í áskrift.
-
Úrslit í EuroJackpot 17.mars 2023
EuroJackpot-fréttir
Þrír heppnir miðahafar skiptu með sér 2.vinning í EuroJackpot í kvöld og hlýtur hver þeirra rúmar 96 milljónir króna. Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Króatíu. Tólf miðahafar skiptu með sér 3.vinning og fær hver þeirra rétt rúmar 13,5 milljónir króna í sinn hlut. Fjórir miðanna voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Danmörku, tveir í Finnlandi en hinir í Króatíu, Póllandi, Svíþjóð og á Ítalíu.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en einn heppinn miðahafi var með 2.vinning og fær 100.000 krónur í vasann. Miðinn var keyptur í Þristinum, Hraunbæ.
-
EuroJackpot - úrslit 14. mars
EuroJackpot-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en einn heppinn Þjóðverji var með 2. vinning og hlýtur rúmar 167 milljónir króna í sinn hlut. Fimm miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra tæpar 19 milljónir króna í sinn hlut.
-
Úrslit í EuroJackpot 10. mars
EuroJackpot-fréttir
Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en sex heppnir miðahafar skipta með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmar 45,6 milljónir króna í sinn hlut. Einn miði var keyptur í Ungverjalandi, einn í Svíþjóð og fjórir í Þýskalandi. Sjö miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fær hver þeirra rúmar 22 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Ungverjalandi, Finnlandi og fimm í Þýskalandi.
Þrír miðahafar voru með 2. vinning í Jóker og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Drekanum, Njálsgötu 23 í Reykjavík, í Lottó appinu og einn miði var í áskrift.
-
Úrslit í EuroJackpot 7. mars
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins en heppinn Svíi var einn með 2. vinning og hlýtur hann rúmar 416 milljónir króna í vinning. Tveir miðahafar skiptu með sér 3. vinning og hlýtur hvor þeirra 44 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og í Noregi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker útdrætti kvöldsins en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Tveir miðanna voru keyptir í Krambúðinni á Selfossi og sá þriðji var keyptur á N1 á Ísafirði.
-
Úrslit í EuroJackpot 3. mars
EuroJackpot-fréttir
Hvorki 1. né 2. vinningur gengu út að þessu sinni en tveir miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hvor þeirra rétt rúmar 73 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir á Spáni og í Svíþjóð.
Enginn var með 1.vinning í Jóker útdrætti kvöldsins, en sjö miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir í Drekanum í Hafnarfirði, Plúsmarkaðnum í Hátúni 10a í Reykjavík, Hagkaup Furuvöllum á Akureyri, tveir miðanna eru í áskrift, einn miði var keyptur á Lottó appinu og einn miði á heimasíðu okkar, lotto.is.
-
EuroJackpot - enginn með 1. vinning
EuroJackpot-fréttir
Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en einn var með heppnina með sér er varðar 2. vinning og fær hann tæpar 145 milljónir í sinn hlut. Miðinn var keyptur á Spáni. Eins voru tveir aðrir með heppnina með sér í kvöld sem nældu sér í 3. vinning og fá þeir rúmar 40 milljónir hvor. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi og Svíþjóð.
Eins var enginn var með 1. vinning í Jóker kvöldsins en tveir heppnir miðaeigendur nældu sér í 2. vinning og fá þeir 100 þúsund krónur hvor. Miðarnir voru keyptir í Fjarðarkaup í Hafnarfirði og Vitanum í Reykjavík.