Lottóleikir » Fréttir

 • EuroJackpot - úrslit 29. september
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar og verður 1. vinningur því þrefaldur í næstu viku.  Þrír voru með 2. vinning og fær hver 55.847.880 kr í sinn hlut, en miðarnir voru keyptir í Póllandi, Danmörku og Þýskalandi.  Fimm skiptu svo með sér 3ja vinningi og fær hver um sig 11.826.600 kr. Miðarnir voru keyptir í Króatíu, Þýskalandi, Póllandi og 2 í Finnlandi.

 • EuroJackpot 22. september
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar og báðar stjörnutölurnar réttar og verður 1. vinningur því tvöfaldur í næstu viku.  Einn Þjóðverji var með 2. vinning og hlýtur hann rétt tæplega 164 milljónir í vinning.  Þrír skiptu svo með sér 3ja vinningi og fær hver um sig rúmlega 19 milljónir króna í vinning.  Tveir miðanna voru keyptir í Þýskalandi og einn í Póllandi.  

 • Tveir með 1. vinning í EuroJackpot
  EuroJackpot-fréttir

  Tveir miðahafar í Þýskalandi voru með allar fimm aðaltölur og báðar stjörnutölur réttar í EuroJackpot í kvöld! Skipta því miðahafarnir 1. vinning á milli sín og fær hvor um sig tæpalega tvo milljarða, eða 1.949 milljónir í vinning. Þá voru fimm miðahafar með 2. vinning og hlýtur hver tæplega 40 milljónir í vinning. Þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Noregi og annar í Ungverjalandi.

 • EuroJackpot - úrslit 8. september
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar auk stjörnutalnanna að þessu sinni en 3 skiptu öðrum vinningi á milli sín og fær hver rúmlega 56.8 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi, Tékklandi og Svíþjóð.

 • EuroJackpot - úrslit 1. september
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm aðaltölurnar réttar auk stjörnutalnanna að þessu sinni en 2 skiptu öðrum vinnigi á milli sín og fær hvor rúmlega 79,8 milljónir í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Hollandi og Finnlandi. Þrettán hlutu 3. vinningi og fær hver þeirra  rúmlega 4,3 milljónir, en miðarnir keyptir í Danmörku, Finnlandi, Noregi, Ungverjalandi, Tékklandi, Spáni og 7 í Þýskalandi

   

 • 2ja milljóna Jókervinningur í Grindavík
  EuroJackpot-fréttir

  Þrír EuroJackpot miðaeigendur  voru með fimm réttar tölur og aðra stjörnutöluna, þ.e. 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmlega 50,6 milljónir í vinning, allir miðarnir voru keyptir í Þýskalandi.  Sex skiptu með sér 3ja vinningi og fá rúmlega 8,9 milljónir í sinn hlut, þrír miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Finnlandi, einn í Hollandi og einn í Króatíu.  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni og verður tvöfaldur næst.

  Einn var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær hann tvær milljónir í vinning, miðinn var keyptur í Söluturninum Skeifunni í Grindavík.

 • Einn með 1. vinning í EuroJackpot
  EuroJackpot-fréttir

  Einn miðahafi var með allar fimm tölur og tvær stjörnutölur réttar í EuroJackpot! Sá heppni hlýtur tæplega 5,9 milljarða í 1. vinning en miðinn var keyptur í Hamar í Noregi. Fjórir miðahafar voru með 2. vinning og hlýtur hver rúmlega 51 milljón á mann en tveir miðanna voru keyptur í Ungverjalandi og tveir í Finnlandi. Þá voru þrír miðahafar með 3. vinning og hlýtur hver rúmar 24 milljónir og voru miðarnir keyptir í Ungverjalandi, Finnlandi og Þýskalandi.

 • Verðbreyting EuroJackpot
  EuroJackpot-fréttir

  Vegna breytinga á gengismálum undanfarna mánuði hefur Íslensk getspá fengið samþykki frá dómsmálaráðuneytinu til að lækka verð á einni röð í EuroJackpot úr 300 kr. í 280 kr verðlækkunin tók gildi frá og með laugardeginum 12. ágúst

  Virðingarfyllst

  Starfsfólk Getspár-Getrauna

 • EuroJackpot - úrslit 11. ágúst
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með allar fimm tölur réttar og báðar stjörnutölur í EuroJackpot í kvöld og því gekk 1. vinningur ekki út. Þá voru tveir með 2. vinning og hljóta þeir 343.030.490 krónur hvor, þeir keyptir í Þýskalandi og Spánni,  Fjórir skiptu með sér 3. vinningi og hljóta þeir 16.617.940 krónur hver, en þeir voru keyptir í Þýskalandi, tveir í Danmörku og á Spánni.

 • EuroJackpot - úrslit 4. ágúst
  EuroJackpot-fréttir

  Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út að þessu sinni, en tveir miðaeigendur skiptu með sér 3. vinningi og fær hvor rúmar 30,7 milljónir í sinn hlut. Vinningsmiðarnir voru keyptir í Finnlandi og Þýskalandi

  Tveir voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og hlýtur hvor þeirra 100 þúsund krónur í vinning. Miðarnir voru keyptir hjá N1, Hafnargötu 86 í Reykjanesbæ, N1 Ártúnshöfða og N1, Gagnvegi 2 í Reykjavík.