Lottóleikir » Fréttir

 • Íslendingur vinnur tæpar 100 milljónir í EuroJackpot!
  EuroJackpot-fréttir

  Íslendingur hafði heppnina með sér í kvöld þegar dregið var í EuroJackpot. Um 2. vinning er að ræða og fá vinningshafarnir rúmar 95,6 milljónir króna hver. Miðinn góði var keyptur hjá N1 á Ísafirði en sjö miðahafar skiptu vinninginum með sér, hinir miðarnir voru keyptir í Litháen, tveir í Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Gaman er að segja frá því að þetta er í 4 sinn á innan við tveimur árum sem 2. vinningur í EuroJackpot kemur til Íslands. 1. vinningur gekk einnig út en það var stálheppinn Finni og hlýtur hann tæplega 5,7 milljarða króna í sinn hlut. Níu miðahafar skiptu svo með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 13,6 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Svíþjóð, Ungverjalandi, Slovakíu, Póllandi, tveir í Þýskalandi og þrír í Finnlandi.

 • Úrslit í Eurojackpot 21. ágúst 2020
  EuroJackpot-fréttir

  Hvorki fyrsti né annar vinningur gengu út að þessu sinni, en sjö skiptu með sér 3. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt rúmar 16 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Eistlandi, Noregi, Finnlandi og þrír í Þýskalandi.

   

  Tveir miðahafar voru með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og fá þeir 100 þúsund krónur hver í vinning. Miðarnir voru báðir keyptir á heimasíðu okkar, lotto.is.  

   

  Heildarfjöldi vinninga á Íslandi var 2.691

 • Úrslit í EuroJackpot 14. ágúst 2020
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rétt rúmlega 75 milljónir. Miðarnir voru allir keyptir í Þýskalandi. Sex miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 17,6 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Þýskalandi, tveir í Noregi og tveir í Svíþjóð.

 • EuroJackpot - Spánn og Þýskaland með 1. vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Allir vinningsflokkar gengu út í útdrætti vikunnar en tveir skiptu með sér 1. vinningi og hlýtur hvor um sig rúmlega 6,1 milljarð, annar miðinn var keyptur á Spáni en hinn í Þýskalandi.  Sjö miðahafar skiptu með sér 2. vinningi og fær hver þeirra rúmlega 65 milljónir í vinning, fimm miðanna voru keyptir í Þýskalandi, einn í Noregi og einn á Spáni.  Það voru alls fjórtán sem skiptu 3. vinningi á milli sín og fær hver þeirra rúmlega 11,5 milljónir; tveir vinningar fóru til Danmerkur, þrír til Finnlands, sex til Þýskalands og einn til Eistlands, Noregs og Svíþjóðar. Fjórði vinningur skiptist á milli 111 miðaeigenda og þar af var einn á Íslandi og hlýtur hann um hálfa milljón, miðinn var keyptur í Appinu.

  Einn var með 2. vinning í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund í vinning, miðinn er í áskrift.

 • Úrslit í EuroJackpot 31. júlí 2020
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en fjórir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 101,9 milljónir. Einn miði var keyptur í Finnlandi og þrír í Þýskalandi. Sjö miðahafar skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 20,5 milljónir hver. Einn miði var keyptur í Danmörku, tveir í Finnlandi og fjórir í Þýskalandi.
   

 • Úrslit í Eurojackpot 24.júlí - íslendingur með 4.vinning
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni en sjö skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hver þeirra rúmlega 51,4 milljón. Miðarnir voru keyptir í eftirtöldum löndum; Danmörku, Króatíu, Tékklandi, Slovakíu og þrír í Þýskalandi.
  Þá voru tólf miðahafar sem skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 10,5 milljónir hver. Miðarnir voru keyptir í Danmörku, Króatíu, Spáni, Ungverjalandi og átta í Þýskalandi.
  Gaman er að segja frá því að heppinn íslendingur var einn af 149 miðaeigendum sem var með 4. vinning í kvöld en fá þeir tæpar 284 þúsund krónur hver. Miðann keypti hann á heimasíðu okkar, lotto.is.
  Einn miðaeigandi var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur fyrir það 100 þúsund krónur í vinning. Miðinn var keyptur í versluninni Við Voginn, Vogalandi 2 í Djúpavogi.

 • Úrslit í EuroJackpot, 17. júlí 2020
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld og stefnir potturinn því í 7,2 milljarða íslenskra króna í næstu viku. Tveir heppnir miðahafar skipta með sér 2. vinningnum en miðarnir voru keyptir í Noregi og Hamborg, Þýskalandi. Hvor vinningshafinn hlýtur rúmlega 168,7 milljónir króna í sinn hlut. Þá voru átta miðahafar með 3. vinning og fá rúmlega 14,8 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Tékklandi, Hollandi, Króatíu, Slóvakíu, Finnlandi og tveir í Münster, Þýskalandi.

 • Úrslit í EuroJackpot, 10. júlí 2020
  EuroJackpot-fréttir

  Enginn var með 1. vinning í EuroJackpot í kvöld en fjórir miðahafar voru með 2. vinning eða fimm réttar aðaltölur og eina stjörnutölu. Miðahafarnir fá rúmlega 78,2 milljónir íslenskra króna hver og voru tveir miðanna keyptir í Finnlandi og hinir tveir í Þýskalandi, í München og Münster. Þá voru ellefu miðahafar með 3. vinning og fá rúmlega 10 milljónir króna í sinn hlut.

   

 • EuroJackpot - úrslit 3. júlí
  EuroJackpot-fréttir

  Fyrsti vinningur gekk ekki út að þessu sinni, en tveir skiptu með sér 2. vinningi og hlýtur hvor þeirra rúmlega 142 milljónir króna. Miðarnir voru keyptir í Þýskalandi . Tveir hlutu 3. vinning og fá þeir rúmlega 50 milljónir króna hvor, miðarnir voru keyptir í Þýskalandi.

 • Úrslit í Eurojackpot 26. júní - Fyrsti vinningur til Noregs
  EuroJackpot-fréttir

  Einn stálheppinn Norðmaður var einn með fyrsta vinning í útdrætti kvöldsins og hlýtur hann rúmlega 6,9 milljarða króna í sinn hlut.

  Sex skiptu með sér 2. vinning og hlýtur hver þeirra rúmar 56 milljónir króna í sinn hlut. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Litháen og fjórir í Þýskalandi

  Níu skiptu með sér 3. vinningi og fá þeir rúmar 13 milljónir króna hver. Miðarnir voru keyptir í Noregi, Spáni, Póllandi, tveir í Finnlandi og fjórir í Þýskalandi.

   

  Einn var með fjórar réttar tölur í réttri röð í Jóker og hlýtur hann 100 þúsund krónur. Miðinn var keyptur í N1 á Borgarnesi.