Getraunaleikir » Fréttir

 • Norðlendingur vinnur 1.5 milljónir í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Tippari að norðan var með alla 13 leikina rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og er rúmum 1.5 milljónum ríkari fyrir vikið.
  Tipparinn tvítryggði átta leiki með því að setja tvö merki á hvern þeirra og setti svo eitt merki á hina fimm leikina. Miðinn kostaði 3.328 krónur og niðurstaðan var sú að hann fékk 13 rétta. Þess má geta að tipparinn hafði fulla trú á að Brighton myndi vinna Liverpool síðastliðin laugardag enda setti hann aðeins heimsigur á leikinn.

 • Enginn Sunnudagsseðill - 350 milljóna risapottur
  Getrauna-fréttir

  Enginn Sunnudagsseðill verður um jólin og því gildir aðeins Enski seðillinn í Getraunadeildinni (Hópleik). 
  350 milljóna risapottur er á Enska getraunaseðlinum og lokar fyrir sölu á honum mánudaginn 26. desember 

 • Íslenskar Getraunir endurnýja samning við HSÍ
  Getrauna-fréttir

  Handknattleikssamband Íslands og Íslenskar getraunir hafa endurnýjað samning sín á milli og munu Íslenskar getraunir áfram styðja við landslið HSÍ. Vörumerki Lengjunnar kemur inn á allar landsliðstreyjur HSÍ og verður það staðsett á treyju fyrir ofan brjóst.

  Getraunir lýsa yfir ánægju sinni með þennan samning og styður íslenskan handknattleik með stolti. Allur hagnaður Getrauna rennur til íslenskra íþrótta.

  Áfram Ísland!

 • Nýr Miðvikudagsseðill
  Getrauna-fréttir

  Nýr Miðvikudagsseðill verður í boði þessa vikuna í stað þess sem var lokað í gær vegna frestana á leikjum. Opið verður fyrir sölu fram til kl. 18.00 föstudaginn 16.desember. 
   

 • Miðvikudagsseðillinn - lokað og endurgreitt
  Getrauna-fréttir

  Alls hefur sjö leikjum verið frestað sem eru á Miðvikudagsseðlinum. það þýðir að lokað hefur verið fyrir sölu á seðlinum og þeir sem hafa keypt raðir munu fá þær endurgreiddar.  Þeir sem keyptu raðir á netinu munu fá þær endurgeiddar inn á spilareikning sinn hjá Íslenskum getraunum. Þeir tipparar sem keyptu raðir á sölustöðum munu fá þær endurgeiddar þar eða á skrifstofu Íslenskra getrauna að Engjavegi 6. Áætlað er að greiðslur gangi í gegn eftir hádegi á morgun miðvikudag.
  Ástæða frestunar leikja er kuldi á Englandi en leikirnir eru úr neðri deildum Englands og vellirnir misvel úbúnir til að taka á móti kuldakasti sem þessu. 

 • Tippari með rúmar tvær milljónir fyrir 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Tippari af Suðurnesjum sem er stuðningsmaður Ungmennafélags Grindavíkur  var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær tipparinn rétt tæplega 2.1 milljón króna í vinning.  Tipparinn tvítryggði 8 leiki, þrítryggði einn leik og fjórir leikir voru með einu merki og kostaði miðinn 9.984 krónur.

 • Húskerfi Fylkis sló í gegn
  Getrauna-fréttir

  Tveir getraunaseðlar komu fram með 13 réttum í Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og fengu báðir vinninga upp á rúmar 500.000 krónur. Annar seðillinn var keyptur af húskerfi Fylkis og hinn seðillinn af stuðningsmanni Þórs frá Akureyri og var þar um að ræða opinn seðil uppá 144 raðir og kostaði hann 1.872 krónur.

 • Vann 720 þúsund í XG getraunaleiknum
  Getrauna-fréttir

  Íslenskur tippari tippaði á rétta markatölu í tíu af þrettán leikjum sem voru á XG getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Var hann meðal níu sænskra tippara sem voru með flesta leiki rétta og skiptu þeir með sér vinningnum. Fær íslenski tipparinn 720 þúsund krónur í sinn hlut. Tipparinn keypti 128 raðir sem kostuðu 1.664 krónur. Enginn var með alla 13 leikina rétta en vinningsupphæðin fyrir 13 rétta verður rúmlega 700 milljónir króna næstkomandi laugardag.  

 • Fékk rúmlega 1,4 milljónir fyrir 13 rétta
  Getrauna-fréttir

  Tippari gerði sér lítið fyrir og var með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum í getraunum. Fær hann rúmlega 1,4 milljónir króna í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil með sjö tvítryggingum og einum þrítryggðum leik. Alls voru fimm leikir fastir með einu merki og raðafjöldinn var 384 raðir.

 • Fékk 13 rétta og tæpar 5,3 milljónir í vinning
  Getrauna-fréttir

  Tippari af Austfjörðum gerði vel í getraunum þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardaginn og tæpar 5,3 milljónir í vinning. Tipparinn tippaði á opinn seðil og tvítryggði átta leiki og hafði einn leik þrítryggðan. Tipparinn notar sjálfval, „en þegar mér líst ekki alveg á niðurstöðuna þá breyti ég“ sagði káttur tipparinn.  Fjórir leikjanna voru með einu merki, þar á meðal leikur Man. City – Fullham en þar var tipparinn með táknið 1 fyrir sigur Man. City. Það má því ætla að tipparinn hafi verið stressaður þegar Erling Haaland leikmaður Man. City tryggði liðinu sínu sigur og tipparanum tæpar 5,3 milljónir króna í vinning,  með marki úr vítaspyrnu, einum leikmanni færri, í uppbótartíma leiksins.