Getraunaleikir » Fréttir
-
Breyttur lokunartími á getraunaseðlum
Getrauna-fréttir
Lokaleikir í Ensku úrvalsdeildinni verða leiknir á sunnudag. Því hefur verið ákveðið að hafa þá leiki á Enska getraunaseðlinum (laugardagsseðill) og mun verða lokað fyrir sölu á Enska getraunaseðlinum kl. 14.30 sunnudaginn 28. maí.
Enn fremur er breyting á lokunartíma Sunnudagsseðilsins en hann mun loka á laugardaginn 27. maí kl. 12:00.Þau ykkar sem ætla að tippa á Sunnudagsseðilinn verða því að gera það fyrir kl. 12.00 á laugardaginn.
-
Vann 1,9 milljón á Sunnudagsseðilinn
Getrauna-fréttir
Það getur borgað sig að tippa á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Það veit stuðningsmaður Hauka sem var með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum. Fær hann í sinn hlut 1.900.000 krónur í vinning.
Tipparinn þrítryggði 6 leiki, tvítryggði 3 leiki og hafði fjóra leiki með einu merki. -
Þróttari með þrettán rétta
Getrauna-fréttir
Tippari sem styður Þrótt í Reykjavík var með alla leikina þrettán rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og vann rúmlega 1.8 milljón króna.
Tipparinn notaði Sparnaðarkerfi þar sem hann tvítryggir 10 leiki og hafði 3 leiki með einu merki. Alls er kerfið 128 raðir og kostaði 1.664 krónur.
Kerfið heitir S-0-10-128 þar sem S stendur fyrir Sparnaðarkerfi, 0 stendur fyrir fjölda þrítryggða, 10 fyrir fjölda tvítryggða og 128 stendur fyrir fjölda raða. -
Tveir tipparar með 3 milljónir fyrir 13 rétta
Getrauna-fréttir
Tveir tipparar voru með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Fá þeir hvor um sig rúmar 3 milljónir króna í sinn hlut. Annar tipparinn tippaði á seðil með átta tvítryggðum leikjum og hafði fmm leiki með einu merki og keypti miðann í Lengju appinu. Hinn tipparinn vann á kerfisseðil sem keyptur var í félagakerfi Íslenskra getrauna hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík. Vinningshafarnir styðja annarsvegar Víking og hinsvegar Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík.
-
Einstæð móðir tippaði óvart og vann 3 milljónir
Getrauna-fréttir
Einn íslenskur tippari var með 12 leiki rétta á evrópska getraunaseðlinum á miðvikudaginn og fékk rúmar 3 skattfrjálsar milljónir í sinn hlut. Vinningurinn kom henni mjög á óvart þar sem hún hafði ætlað sér að tippa á enska seðilinn fyrir næsta laugardag. Vinningsmiðinn var sjálfval og kostaði einungis 832 krónur í Lengju appinu sem vinningshafinn var nýbúinn að sækja. Enginn var með 13 rétta á evrópska seðlinum og einungis fimm með 12 rétta.
Vinningurinn kom sér mjög vel, þar sem vinningshafinn er einstæð móðir og gat nýtt fjárhæðina til að borga niður skuldir og gert eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni.
Tipparinn styður við bakið á Knattspyrnudeild Keflavíkur, en þess má geta að getraunanúmer þeirra er 230 fyrir þá sem vilja styðja við bakið á félaginu.
-
Getspakur tippari vinnur milljónir
Getrauna-fréttir
Getspakur tippari úr Vestmannaeyjum var með alla 13 leikina rétta á Sunnudagsseðlinum í getraunum og fær hann rúmar 4,5 milljónir í sinn hlut.
Þessi sami tippari var líka með alla leikina 13 rétta á Sunnudagsseðlinum fyrir tæpu ári síðan og vann þá 12.8 milljónir króna.
Tipparinn er ekki að nota stór kerfi heldur tippaði hann í bæði skiptin þannig að hann setti tvö merki á 6 leiki og eitt merki á 7 leiki sem gera 64 raðir á 832 krónur. -
Vann tæpar 2 milljónir í Lengjunni
Getrauna-fréttir
Glúrinn tippari vann tæpar 2 milljónir á Lengjunni í gær. Tipparinn tippaði á 7 leiki og var með þá alla rétta. Stuðullinn sem tipparinn fékk var 162 og lagði tipparinn 12.000 krónur undir. Niðurstaðan var sú að 12.000 krónur margfaldast með stuðlinum 162 sem gerir vinning uppá 1.944.000 krónur.
-
Stuðningsmaður Leiknis með 13 rétta
Getrauna-fréttir
Ein tippari, sem er stuðningsmaður Leiknis í Reykjavík, var með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastlinn laugardag. Fær hann í sinn hlut tæpar 700.000 skattfrjálsar krónur. Tipparinn tippaði á opinn seðil þar sem hann þrítryggði 4 leiki og tvítryggði 3 leiki en 6 leikir voru með einu merki. Alls kostaði miðinn 8.424 krónur.
-
Sunnlendingar getspakir í getraunum
Getrauna-fréttir
Tippari frá Vestmannaeyjum var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag og fær í sinn hlut rúmar 900.000 krónur.
Tipparinn, sem styður ÍBV, tippaði á opinn seðil þar sem hann þrítryggði 5 leiki og tvítryggði tvo leiki og kostaði seðillinn 12.636 krónur.Annar Sunnlendingur, frá Höfn í Hornafirði, var svo með 13 rétta á Sunnudagsseðlinum og fær hann í sinn hlut tæpar 850.000 krónur.
Sá styður Sindra á Höfn. Hann tvítryggði 6 leiki á seðlinum sem kostaði hann aðeins 832 krónur. -
Vann 6 milljónir á Enska getraunaseðilinn
Getrauna-fréttir
Hann var frekar hissa Þróttarinn sem fékk símtal frá Getraunum um að hann hefði verið með 12 rétta á Enska getraunaseðlinum á laugardaginn og tæplega 6 milljón krónum ríkari. Þróttarinn er ekki mikill tippari og var þetta aðeins í fjórða eða fimmta sinn sem hann tippar á Enska getraunaseðilinn. „Mér datt þetta í hug á miðvikudagskvöldinu þar sem ég sat yfir sjónvarpinu að tippa á Enska getraunaseðilinn, en ég fylgist ekkert með enska boltanum og það kom því á óvart að fá símtal frá Getraunum í morgun“ sagði kátur vinningshafinn. Miðinn var með sex leiki tvítryggða og eitt merki á sjö leiki og kostaði 832 krónur. Eini leikurinn sem var rangur var Everton – Leeds þar sem tipparinn spáði Leeds sigri en Everton vann leikinn 1-0.
Enginn var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og því verður risapottur næstkomandi laugardag þar sem vinningsupphæðin fyrir 13 rétta er áætluð 200 milljónir króna.