Getraunaleikir » Fréttir

 • Tipparar á skotskónum - 6,7 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Tipparar voru á skotskónum um verslunarmannahelgina og var einn tippari með alla leikina 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fær hann í sinn hlut 6,7 milljónir króna. Tipparinn tvítryggði 9 leiki, þrítryggði 1 leik og var með 3 leiki með einu merki og kostaði getraunaseðillinn 19.968 krónur. Tipparinn styður Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar.
  Svo bættist aðeins í þjóðhátíðarstemminguna hjá tipparanum frá Vestmannaeyjum sem fékk rúma eina milljón króna fyrir 12 rétta á Sunnudagsseðlinum.

  Þess má geta að risapottur verður í boði á Enska getraunaseðlinum næstkomandi laugardag upp á 170 milljónir króna.

 • Vann 8,2 milljónir í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Einn tippari var með alla leikina 13 rétta á enska getraunaseðlinum síðastliðinn laugardag. Alls hljóðaði vinningurinn upp á rúmar 8,2 milljónir króna.  Tipparinn keypti getraunaseðilinn á sölustaðnum Bláhornið á Grundarstíg. Miðinn var með tveim þrítryggðum leikjum og þrem tvítryggðum leikjum og var 144 raðir sem kosta 1.872 krónur.  Tipparinn styður við Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavik.

 • Enginn Sunnudagsseðill í þessari viku
  Getrauna-fréttir

  Enginn Sunnudagsseðill verður í boði í þessari viku. Lokað verður fyrir sölu á Enska getraunaseðlinum (Laugardagsseðillinn) á sunnudag kl. 12.00.  Í Getraunadeildinni gilda aðeins úrslit úr Enska getraunaseðlinum. 

 • Verðlækkun í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Íslenskar getraunir hafa ákveðið að lækka verðið á hverri getraunaröð úr 14 krónum í 13 krónur.
  Ástæðan er styrking á gengi íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni en vegna samstarfs Íslenskra getrauna við Svenska Spel um sölu á getraunaseðlum þarf verð getraunaraðar að vera sem næst einni sænskri krónu hverju sinni.

 • Breyttur lokunartími á getraunaseðlunum um helgina
  Getrauna-fréttir

  Athygli tippara er vakin á að lokunartími getraunaseðlanna er breyttur um þessa helgi og víxlast.  Sölu á Sunnudagsseðli lýkur kl. 12.00 á morgun laugardag í stað þess að loka á sunnudegi eins og venjulega.  Sölu á Enska getraunaseðilinn lýkur kl. 14.00 á sunnudag í stað þess að loka á laugardegi eins og venjulega. 

 • Stuðningsmaður Grindavíkur vinnur 4.2 milljónir
  Getrauna-fréttir

  Stuðningsmaður Grindavíkur datt í lukkupottinn um helgina þegar hann tippaði á Enska getraunaseðilinn. Niðurstaðan var 13 rétttir og rúmar 4.2 skattfrjálsar milljónir króna í vasann. Tipparinn valdi 7 leiki með tveim merkjum og 6 leiki með einu merki og kostaði miðinn 1.792 krónur.

 • Margir tipparar með 13 rétta - tvöfaldir risapottar
  Getrauna-fréttir

  Það voru 24 tipparar með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum og fá þeir rúmar 80 þúsund krónur í sinn hlut. Á Sunnudagsseðlinum voru og 8 tipparar með 13 rétta sem fá tæplega 60 þúsund krónur í vinning.  Fjöldi tippara var svo mikill með 10 og 11 rétta að vinningsupphæðin náði ekki lágmarki og flytjast vinningsupphæðir fyrir 10 og 11 rétta á næsta getraunaseðil. Það verða því tvöfaldir risapottar, bæði á Miðvikudagsseðlinum (ca. 55 milljónir) og á Enska getraunaseðlinum (ca. 190 milljónir).

 • Heppinn tippari með 12,8 milljónir í sjálfvali.
  Getrauna-fréttir

  Það var heppinn tippari sem vann 12,8 milljónir króna á Sunnudagsseðilinn í sjálfvali þegar hann tippaði á Sunnudagsseðilinn hjá Íslenskum getraunum um helgina. Tipparinn notaði app Íslenskra getrauna við sjálfvalið. Getraunaseðillinn sem hann keypti var 64 raðir og kostaði miðinn 896 krónur.  Það sýnir sig að sjálfval getur skilað góðum vinningi í getraunum, sér í lagi þegar úrslitin eru óvænt á getraunaseðlinum.

  Húskerfi Fram fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn á laugardag og fá Frammarar rúmar 1.5 milljón króna í sinn hlut. „Við vorum með nokkur kerfi í gangi og það var litla kerfið sem gaf 13 rétta“ sagði kátur forsvarsmaður getraunastarfsins hjá Fram en kerfið var sparnaðarkerfi með 10 tvítryggðum leikjum og kostaði 1.792 krónur.

 • Sex saman með 2 milljónir í getraunum
  Getrauna-fréttir

  Þeir voru sex saman félagarnir sem tippuðu á enska getraunaseðilinn síðastliðinn laugardag. Niðurstaðan var 13 réttir og rúmar 2 milljónir króna í vinning. Tippararnir tippuðu á kerfisseðil, svokallað sparnaðarkerfi, þar sem þeir tvítryggðu tíu leiki og settu eitt merki á þrjá leiki. Alls var seðillinn 128 raðir og kostaði 1.792 krónur. Líkurnar á að þetta kerfi gefi 13 rétta þegar öll merkin eru rétt eru 12.5%.
  „Þetta var svona óskaseðill þar sem við settum merkin á leikina eins og við vildum að leikirnir færu“ sagði einn af tippurunum kampakátur þegar haft var samband við hann í dag og honum tilkynnt um vinninginn. Tipparinn styður Þrótt í Reykjavík.

 • 104 milljónir króna í vinning á Enska getraunaseðilinn
  Getrauna-fréttir

  Hæsti vinningur í getraunum frá upphafi.

  Íslenskur tippari vann 104 milljónir króna þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn í gær og er þetta hæsti vinningur sem unnist hefur hjá Íslenskum getraunum frá upphafi.
  Síðasti leikurinn á getraunaseðlinum var viðureign Man. Utd. og Leicester og áður en sá leikur fór fram var ljóst að tipparinn myndi fá 13 rétta ef leikurinn færi jafntefli og 104 milljónir króna í vinning. Sigur Leicester myndi líka þýða 13 rétta og vinning upp á 65 milljónir króna. Sigur Man. Utd. þýddi hinsvegar að tipparinn fengi aðeins 12 rétta og ríflega 200.000 krónur í sinn hlut.  Það lá því ljóst fyrir með hvoru liðinu tipparinn hélt. Úrslit leiksins voru jafntefli 1-1 og tipparinn 104 milljón krónum ríkari.
  Tipparinn, sem er búsettur í Kópavogi, tvítryggði átta leiki, þrítryggði einn leik og 4 leikir voru með einu merki og kostaði getraunaseðillinn 10.752 krónur.