Getraunaleikir » Vann 2.5 milljónir í Enska boltanum

Til baka í listaVann 2.5 milljónir í Enska boltanum
Getrauna-fréttir

Það var glúrinn tippari sem tryggði sér 2.5 milljónir í vinning fyrir 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í dag. Tipparinn var sá eini á Íslandi sem var með 13 rétta en alls fundust 83 seðlar með 13 réttum. Alls fær tipparinn í sinn hlut um 2.5 milljónir króna. Þess má geta að tipparinn heitir á Íþróttafélag fatlaðra í Reykjavík sem er með getraunanúmerið 121.