Getraunaleikir » Tveir með 13 rétta og fá 2.4 milljónir

Til baka í listaTveir með 13 rétta og fá 2.4 milljónir
Getrauna-fréttir

Það voru tveir glúrnir tipparar sem tryggðu sér 13 rétta á Enska getraunaseðlinum í dag. Annar miðinn var keyptur á netinu og styður tipparinn Hött frá Egilsstöðum og má segia að stuðningsmenn Hattar raki inn milljónum á Enska getraunaseðlinum en stuðningsmaður þeirra vann milljjónir á sjálfvalsmiða fyrir nokkrum vikum. Hinn miðinn kom í Víkinni en tippari sem tekur þátt í getraunastarfi Víkings á laugardögum fékk þrettán rétta. Vinningshafar fá rúmar 2.4 milljónir í sinn hlut fyrir 13 rétta.