Getraunaleikir » Tveir með 13 rétta

Til baka í listaTveir með 13 rétta
Getrauna-fréttir

Tveir íslenskir tipparar voru með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Fær hvor þeirra tæpar 300. 000 krónur í sinn hlut í vinning fyrir 13 rétta. Vinningur fyrir 10 rétta náði ekki lágmarksútborgun og flyst því yfir á fyrsta vinning á Sunnudagsseðlinum. Búast má við að 13 réttir á Sunnudagsseðli gefi um 55 milljónir króna og því góð ástæða til að vakna snemma á sunnudagsmorgun og kíkja á seðilinn.