Getraunaleikir » Fékk rúmar 600.000 krónur fyrir 13 rétta

Til baka í listaFékk rúmar 600.000 krónur fyrir 13 rétta
Getrauna-fréttir

Það var einn íslenskur tippari sem náði 13 réttum á Miðvikudagsseðilinn og fékk rúmar 600.000 krónur í vinning með aukavinningum. Það voru eingöngu enskir leikir á seðlinum og nokkur óvænt úrslit þannig að ekki voru margir sem náðu 13 réttum í hús. Tipparinn keypti miðann á 1X2.is og styður Aftureldingu. Við óskum vinningshafanum til hamingju með vinninginn.