Getraunaleikir » Það þarf ekki fótboltaséní til að vinna í getraunum!

Til baka í listaÞað þarf ekki fótboltaséní til að vinna í getraunum!
Getrauna-fréttirTipparinn sem var með 12 rétta og næstum 13 rétta hefur sótt vinninginn sinn.

Hann keypti sjálfvalsmiða, er ekki mikill sérfræðingur í knattspyrnu og hafði ekki hugmynd um að það væri vinningur á miðanum þegar hann lét renna honum í gegn um sölukassann. Því síður vissi hann að það valt á úrslitum síðasta leiksins, leiks Liverpool og Bolton að hann yrði einn með 13 rétta og 205 milljónum króna ríkari.

Hann fékk 4.8 milljónir króna í vinning og var nokkuð sáttur með það, þó svo að 205 milljónir hefðu komið sér vel í eftirlaunasjóðinn.

Þetta sýnir að allir geta unnið í getraunum. Nú er vinningsupphæðin fyrir 13 rétta áætluð 320 milljónir króna (!) og um að gera að tippa á Enska getraunaseðilinn.Lokað er fyrir sölu klukkan 14 á laugardag.