Getraunaleikir » Átti möguleika á 210 milljónum í Enska boltanum

Til baka í listaÁtti möguleika á 210 milljónum í Enska boltanum
Getrauna-fréttir

Þegar 12 leikjum var lokið á Enska getraunaseðlinum var einn Íslendingur með alla 12 leikina rétta og þurfti sigur Liverpool í leik liðsins gegn Bolton til að vera einn með alla leikina 13 rétta og 210 milljónum króna ríkari. Því miður fyrir tipparann endaði leikurinn með jafntefli 0-0 og fær tipparinn rúmar 3 milljónir fyrir 12 rétta. Um var að ræða sjálfvalsseðil upp á 60 raðir sem kostaði 1.020 krónur.