Getraunaleikir » Úrslit í Íslandsmótinu í Hópleik

Til baka í listaÚrslit í Íslandsmótinu í Hópleik
Getrauna-fréttir

Íslandsmótinu í Hópleik er lokið. Sigurvegari í 1. deild var hópurinn 904-HHH og vinnur hann annað árið í röð sem ekki hefur gerst áður. Í 2. deild verður bráðabani um efsta sætið milli 904-HHH og 904-KFS en báðir hóparnir koma frá KFS í Vestmannaeyjum og ljóst að mikil gróska er þar í gangi og einn og annar sem kann að velja táknin á getraunaseðilinn. Í 3. deild vann hópurinn 221-Ýmir sem skipaður er glúrnum tippurum. Sigurvegari í hverri deild fær kr. 100.000 í verðlaun og er þeim óskað til hamingju með sigurinn. Nýr hópleikur hefst í viku 2 á nýju ári.