Getraunaleikir » Bardagi Gunnars Nelson á Lengjunni

Til baka í listaBardagi Gunnars Nelson á Lengjunni
Getrauna-fréttirGunnar Nelson berst í fimmta skipti í UFC á laugardagskvöld þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Rick Story í aðalbardaga kvöldsins í Globen höllinni í Stokkhólmi.

Hinn bandaríski Rick Story, öðru nafni „The Horror Story“ segir Gunnar Nelson öflugan á gólfinu og óvenjulegan standandi. Hann segist þó alveg rólegur og er sigurviss. Gunnar er að venju pollrólegur, og í öllum viðtölum sem hann hefur komið fram í er virðing fyrir andstæðingnum greinileg. Gunnar segir Story mjög reyndan, hann hafi mikið þol og geti nánast allt. 

Bardaginn er að sjálfsögðu á Lengjunni og Stuðullinn er 1.25 á sigur Gunnars og 3.50 á sigur Story.  Opnað verður fyrir „Lengjan beint“ á föstudag og þar verður margt í boði, meðal annars hvernig bardaganum ljúki og hver siguraðferðin verði.