Getraunaleikir » 8.3 milljónir í vinning á Sunnudagsseðlinum

Til baka í lista8.3 milljónir í vinning á Sunnudagsseðlinum
Getrauna-fréttir

Það var glúrinn tippari sem náði 13 réttum á Sunnudagsseðlinum en seðillinn var með erfiðasta móti þessa vikuna. Fyrir 13 rétta fær tipparinn um 8. 3 milljónir króna í sinn hlut en alls var vinningsupphæðin fyrir 13 rétta tæpar 42 milljónir króna. 4 Svíar náðu einnig 13 réttum. Getraunir óska vinningshafanum til hamingju með vinninginn.