Getraunaleikir » Stærsti vinningur í sögu Getrauna

Til baka í listaStærsti vinningur í sögu Getrauna
Getrauna-fréttir

Einn Íslendingur var með alla leikina 13 rétta á getraunaseðli dagsins í Enska boltanum. Alls fær hann í sinn hlut um 42 milljónir króna og er þetta stærsti vinningur sem Íslendingur hefur fengið í getraunum frá stofnun Íslenskra getrauna árið 1969.

Heildarvinningsupphæðin fyrir 13 rétta nam rúmum 250 milljónum króna og skiptist milli Íslendingsins og fimm sænskra tippara. Þetta er þriðji stærsti potturinn í sögu Íslenskra getrauna en ástæðan fyrir svo stórum potti er að um var að ræða tvöfaldan risapott.   

Þegar einstaklingar tippa geta þeir merkt við íþróttafélag sem þeir styðja og rennur þá allt að 26% af andvirði miðans sem þeir kaupa til félagsins. Tipparinn getspaki studdi FH.  

Potturinn var svo stór því þar síðasta laugardag bættist við fyrsta vinning vinningsupphæðin fyrir 10 rétta því hún gekk ekki út og svo var enginn með 13 rétta í risapotti síðustu helgar og því fluttist öll vinningsupphæðin á 13 rétta í dag.