Getraunaleikir » 230 milljónir á Enska getraunaseðlinum

Til baka í lista230 milljónir á Enska getraunaseðlinum
Getrauna-fréttir

Ástæða er til að vekja athygli á að 230 milljóna risapottur er í boði á Enska getraunaseðlinum nú um helgina. Potturinn er sérstaklega stór núna þar sem í síðustu viku var einnig risapottur, en enginn tippari var með 13 rétta þá, (allt Stoke að kenna sem vann Man. City) og því er í raun um tvöfaldan risapott að ræða.Kíktu á Enska getraunaseðilinn, allir geta unnið. Frægustu liðin á Englandi eru ekki á seðlinum í dag, heldur lið úr 2. og 3. deild sem ekki eru í landsleikjahléi. Það gæti því verið upplagt að taka sjálfvalsmiða, eða nýta sér Albert sem er þekkingastýrt tölvuforrit sem tippar fyrir þig.