Getraunaleikir » Stjörnumaður vann 900 þúsund í Enska boltanum

Til baka í listaStjörnumaður vann 900 þúsund í Enska boltanum
Getrauna-fréttir

Tippari sem styður Stjörnuna varð um 900 þúsund krónum ríkari í dag þegar hann fékk 13 rétta á Enska getraunaseðilinn. Tipparinn tippaði hjá Jolla í Hafnarfirði og merkti við Stjörnuna sem sitt áheitafélag. Hann var með opinn seðil, 6 leiki þrítryggða, 2 tvítryggða og eitt merki á 5 leikjum. Með aukavinningum verður vinningsupphæðin nálægt 900 þúsund krónum. Íslenskar getraunir óska tipparanum til hamingju með vinninginn sem verður greiddur út næstkomandi þriðjudag.