Getraunaleikir » Tippaði í annað sinn og vann 7.5 milljónir

Til baka í listaTippaði í annað sinn og vann 7.5 milljónir
Getrauna-fréttir

„Ég hef einu sinni tippað áður og það var fyrir ca. 15 árum“ sagði ljónheppinn eigandi vinningsmiða í Enska boltanum síðasta laugardag, en miðinn var með 13 rétta og vinning að upphæð krónur 7. 551.550.   Vinningshafinn er kona á fertugsaldri sem býr í Reykjavík og er í námi við Háskóla Íslands.  Hún var að vafra á netinu á föstudaginn og ákvað að kaupa sér lottómiða, sá svo að hún átti smá afgang á spilareikningum og eyddi honum í miða í Enska boltanum. Miðinn hennar kostaði 570 krónur.  Hún valdi leikina sjálf þó að hún hefði nú að eigin sögn ekki mikið „vit“ á Enska boltanum.