Getraunaleikir » Barátta gegn hagræðingu úrslita í íþróttum

Til baka í listaBarátta gegn hagræðingu úrslita í íþróttum
Getrauna-fréttir

Íslenskar getraunir í samvinnu við ÍSÍ, standa fyrir málþingi um baráttuna gegn hagræðingu úrslita í íþróttum. Málþingið verður haldið miðvikudaginn 6. mars frá kl. 12.00 til 14.00 í húsakynnum KSÍ á Laugardalsvelli. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill, en nauðsynlegt er að skrá þátttöku með tölvupósti á phs@getspa.is. Umfang glæpa af þessu tagi er sífellt að aukast í heiminum í dag og því mikilvægt að hagsmunaaðilar á Íslandi bregðist við og reyni að byrgja brunninn sem fyrst.