Getraunaleikir » 1X2 – Rúmum 28 milljón krónum ríkari!
Til baka í lista1X2 – Rúmum 28 milljón krónum ríkari!
Getrauna-fréttir
„Ég hef aldrei átt svona mikinn pening á ævinni“! Þetta voru orð ánægðs tippara sem hefur gefið sig fram með vinningsmiða í Enska boltanum frá síðasta laugardegi upp á rúmar 28 milljónir króna. Miðinn er sjálfvalsmiði og kostaði 2. 432 krónur. Eigandinn hafði ekki hugmynd um vinninginn fyrr en hann heyrði umfjöllun í fjölmiðlum og skoðaði í kjölfarið miðann sinn. Hann kom rakleiðis með miðann og var varla að trúa sínum eigin eyrum þegar hann heyrði vinningsupphæðina. Vinningshafinn er öryrki og er búinn að vera atvinnulaus í langan tíma og kemur vinningurinn sér því mjög vel.
Íslenskar getraunir óska vinningshafanum innilega til hamingju með vinninginn.