Getraunaleikir » 28.5 milljónir á sjálfvalsmiða

Til baka í lista28.5 milljónir á sjálfvalsmiða
Getrauna-fréttir

Tipparinn sem vann 28.5 milljónir í Enska boltanum hjá Íslenskum getraunum um helgina var stálheppinn því vinningurinn kom á sjálfvalsmiða.

Miðinn var keyptur í Hagkaup Skeifunni síðastliðinn fimmtudag kl. 14.50 og var 128 raðir og kostaði 2.432.

Röðin hjá honum var eftirfarandi 2, 12, 2, 12, X2, 1, 1, X, 12, 1X, 12, 1, 1X

Vinningshafinn hefur enn ekki gefið sig fram.