Getraunaleikir » Hækkun á verði getraunaraðar

Til baka í listaHækkun á verði getraunaraðar
Getrauna-fréttir

Ákveðið hefur verið að hækka verð á getraunaröð úr 18 krónum í 19 krónur. Tekur hækkunin gildi í dag, mánudag. Hækkunin er til komin vegna óhagstæðrar gengisþróunar en gengi sænsku krónunnar hefur verið á bilinu 19.5 - 19.8 íslenskar krónur. Þrátt fyrir þessa hækkun munu Íslenskar getraunir taka á sig töluverðan gengismun. Íslenskar getraunir munu fylgjast vel með gengi krónunnar og lækka verðið á hverri röð þegar og ef gengi íslensku krónunnar styrkist.