Getraunaleikir » 30 milljón krónum ríkari!

Til baka í lista30 milljón krónum ríkari!
Getrauna-fréttir

Hinn lukkulegi miðaeigandi sem vann rúmlega 30,3 milljónir króna í Lottóútdrættinum sl. laugardag er búinn að gefa sig fram við skrifstofu Íslenskrar getspár.  Hann keypti miðann í N1 á Dalvík en miðinn er 10 raða sjálfvalsmiði sem kostaði 1300 krónur. Hann segist nú ekki vera hinn dæmigerði Lottóspilari, kaupir ekki oft Lottó. Að þessu sinni keypti hann miða vegna þess að konan hans sendi hann út í búð að kaupa Lottó, það getur nú komið sér aldeils vel að eiga góða konuJ.  Konan varð svo spennt þegar þau uppgötvuðu að þau hefðu unnið þann stóra að hún gat ekki á sér setið og þreif allt húsið hátt og lágt og getur því boðið milljónirnar 30 velkomnar á hreint og fínt heimili.