Getraunaleikir » 200 milljónir í Enska boltanum

Til baka í lista200 milljónir í Enska boltanum
Getrauna-fréttir

Enn á ný hefur verið ákveðið að tryggja 200 milljónir fyrir 13 rétta á Enska seðlinum. Sænsku, suður-afrísku og íslensku getraunirnar setja inn aukapening fyrir 13 rétta á laugardag, þannig að vinningsupphæðin verður 200 milljónir króna (10,5 m. SEK). Enginn Íslendingur var með 13 rétta um síðustu helgi, en nokkrir nálægt með 12 rétta og fengu góða vinninga. Á Sunnudagsseðlinum er einnig risapottur upp á 45 milljónir þar sem enginn tippari var með 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Það stefnir því í stóra helgi hjá Getraunum.