Getraunaleikir » Kæti hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík

Til baka í listaKæti hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík
Getrauna-fréttir

Húskerfið í getraunum hjá Íþróttafélagi fatlaðra í Reykjavík sló í gegn og var með 13 rétta á Enska getraunaseðlinum sem var að ljúka. Vinningurinn fyrir 13 rétta er rúmar 8 milljónir og 400 þúsund krónur. 

Alls eru um 40 einstaklingar sem leggja í húskerfið og á hver og einn að meðaltali um það bil 800 krónur í kerfinu. Alls mun kerfið skila hverjum og einum eiganda í kerfinu um það bil 200 þúsund krónum.