Getraunaleikir » Tippið gjöfult í Grindavík

Til baka í listaTippið gjöfult í Grindavík
Getrauna-fréttir

Fjórir aðilar voru með 13 rétta í Getraunum í dag á Enska getraunaseðlinum. Einn þessara aðila var hópur frá Grindavík sem fékk 13 rétta. Síðustu tvær vikur fékk húskerfið í Grindavík 13 rétta þannig að Grindvíkingar hafa fengið 13 rétta á Enska getraunaseðlinum þrjár helgar í röð og hefur tippið því verið gjöfult í Grindavík undanfarnar vikur.

Einn vinningshafi styður Golfklúbb Ólafsfjarðar og tveir vinningshafar keyptu sína getraunaseðla á 1X2.is. Vinningsupphæðin fyrir 13 rétta að þessu sinni eru rúmar 600 þúsund krónur.