Getraunaleikir » Grindvíkingar enn með 13 rétta!
Til baka í listaGrindvíkingar enn með 13 rétta!
Getrauna-fréttir
Grindvíkingar virðast vera með getspakari mönnum á Íslandi. Hópur frá Grindavík fékk 13 rétta í Enska getraunaseðlinum sem var að ljúka og voru þeir einu á Íslandi sem náðu 13 réttum. Alls fá þeir rúmlega 440 þúsund krónur í sinn hlut fyrir 13 rétta að þessu sinni.
Er þetta í þriðja sinn á þessu ári sem hópur frá Grindavík fær 13 rétta í Getraunum.