Getraunaleikir » Frammarar vinna milljónir

Til baka í listaFrammarar vinna milljónir
Getrauna-fréttir

Frammarar reyndust getspakir í enska boltanum í dag en húskerfið þeirra sló í gegn og skilaði 13 réttum á Enska getraunaseðilinn. Alls fá Frammararnir rúmar 3,4 milljónir í sinn hlut auk aukavinninga fyrir 12, 11 og 10 rétta. Búast má við að heildarupphæð vinninga verði nálægt 4 milljónum króna.

Þess má geta að í síðustu viku sló húskerfið í 12 rétta og gaf rúmar 120 þúsund krónur í vinning.

Íslenskar getraunir óska Frömmurum til hamingju með vinninginn.