Getraunaleikir » Breyting á úrslitaþjónustu Íslenskra getrauna

Til baka í listaBreyting á úrslitaþjónustu Íslenskra getrauna
Getrauna-fréttir

Frá og með 2. maí nk. munu Íslenskar getraunir gera breytingar á úrslitaþjónustu sem Getraunir hafa haldið úti um áratuga skeið. Í stað þess að vera með vaktmenn í vinnu alla daga vikunnar allan ársins hring sem færðu handvirkt inn úrslit frá íþróttaleikjum, munu Íslenskar getraunir kaupa þessa þjónustu með rafrænum hætti og birta á vef fyrirtækisins 1X2.is. Viðskiptavinir Íslenskra getrauna munu þannig fá mun ýtarlegri og betri upplýsingar, bæði hvað varðar úrslit og stöðutöflur í ólíkum íþróttagreinum sem og upplýsingar um innbyrðis viðureignir, markaskorun leikmanna ofl.

Í fjölda ára hafa Íslenskar getraunir veitt öllum fréttamiðlum landsins sem það kjósa, ókeypis aðgang að úrslitaþjónustu fyrirtækisins er varðar úrslit leikja og stöðutöflur í deildum og hafa flestir af stærstu fréttamiðlunum nýtt sér þá þjónustu. Ofangreindar breytingar hafa það í för með sér að Getraunir hafa ekki heimild til að veita fréttamiðlum þessa þjónustu. Einn þessara miðla er textavarp RÚV þar sem úrslit leikja í Lengjunni hafa birst á síðum 390 og 391.  Mun þeim síðum því verða lokað.