Getraunaleikir » Einn Íslendingur með 13 rétta

Til baka í listaEinn Íslendingur með 13 rétta
Getrauna-fréttir

Einn íslenskur tippari var með alla leikina 13 rétta á Miðvikudagsseðlinum. Hann hafði því fulla trú á að Ísland myndi vinna Austurríki í kvöld eins og reyndin varð og væntanlega hefur tipparinn stokkið manna hæst upp úr stólnum þegar Arnór Ingvi Traustason skoraði sigurmark Íslands og tryggði tipparanum rétt um 4 milljónir króna í vinning.