Getraunaleikir » Leikur fjarlægður af getraunaseðlum

Til baka í listaLeikur fjarlægður af getraunaseðlum
Getrauna-fréttir

Sænsku getraunirnar, sem eru samstarfsaðili Íslenskra getrauna, hafa ákveðið að fjarlægja leik Assyriska af getraunaseðlum vikunnar.  Það verður því uppkast sem gildir þegar úrslitin verða ákvörðuð á leik nr. 10 á Laugardagsseðlinum og á leik nr. 2 á Sunnudagsseðlinum.

Um er að ræða leik Assyriska gegn IK Sirius í sænsku 1. deildinni.

Ástæðan er sú að ekki er talið öruggt að bjóða upp á leiki með Assyriska þar sem ekki hefur reynst unnt að útskýra með eðlilegum hætti hvernig tippað hefur verið á leiki liðsins að undanförnu. 

Fjöldi kúlna í pottinum þegar dregið verður um úrslit leiksins er:
Laugardagsseðill  3-2-11
Sunnudagsseðill  4-4-8