Getraunaleikir » Verðlækkun hjá Getraunum

Til baka í listaVerðlækkun hjá Getraunum
Getrauna-fréttir

Íslenskar getraunir hafa lækkað verð á hverri röð á getraunaseðlunum um eina krónu og kostar röðin því 14 krónur. Lækkunin er til komin vegna styrkingar íslensku krónunnar gagnvart sænsku krónunni. Verð hverrar raðar helst í hendur við verð á röðinni í Svíþjóð þar sem Íslenskar getraunir eru í samstarfi með Svenska Spel um sölu getrauna og vinningsupphæðir eru reiknaðar í sænskum krónum.