Getraunaleikir » Víkingur með 15.5 milljónir

Til baka í listaVíkingur með 15.5 milljónir
Getrauna-fréttir

Einn sérlega glúrinn íslenskur tippari var með 13 rétta í getraunum í gær laugardag. Tipparinn tippaði á Enska getraunaseðilinn fyrir 5.684 krónur og skiluðu þær krónur 13 réttum og rétt um 15.5 milljónum króna í vasa tipparans.
Tipparinn keypti miðann síðastliðinn föstudag  á vef Íslenskra getrauna og styður Víking Reykjavík.
 

Íslenskar getraunir óska tipparanum til hamingju með vinninginn.