Getraunaleikir » Verðlækkun í getraunum

Til baka í listaVerðlækkun í getraunum
Getrauna-fréttir

Íslenskar getraunir hafa ákveðið að lækka verð á hverja röð í getraunum (1x2), úr 14 krónum í 13 krónur.

Lækkunin tekur gildi 5. desember 2016 og er gerð með samþykki innanríkisráðuneytisins. Ástæða lækkunarinnar er sú að Íslenskar getraunir eru í samstarfi við Sænsku getraunirnar – Svenska Spel og kostar hver röð 1 sænska krónu. Íslenskar getraunir verða að selja röðina á svipuðu verði og Svíar þar sem vinningsupphæðir eru reiknaðar í sænskum krónum. Gengi sænsku krónunnar hefur lækkað undanfarið gagnvart íslenskri krónu og því er ráðist í þessa lækkun.

Vel verður fylgst með þróun gengis krónunnar og ef fram fer sem horfir verður skammt að bíða næstu lækkunar.