Getraunaleikir » Fjórir íslenskir milljónamæringar
Til baka í listaFjórir íslenskir milljónamæringar
Getrauna-fréttir
Íslendingar áttu góðu gengi að fagna í Getraunum um helgina en alls voru fjórir einstaklingar með 13 rétta á getrauna seðlum helgarinnar.
Á laugardaginn vann stuðningsmaður FH og annar félagi í Bridgesambandi Íslands yfir 2 milljónir króna hvor fyrir 13 rétta. Á sunnudaginn bættust tveir vinningshafar við sem unnu hvor 1.120.170 krónur, þeir styðja Knattspyrnufélagið á Akureyri og Íþróttafélagið Hörð á Patreksfirði.
Íslenskar Getraunir óska þeim innilega til hamingju.