Getraunaleikir » Stuðlar víxlast

Til baka í listaStuðlar víxlast
Getrauna-fréttir

Vegna tæknilegra mistaka víxluðust stuðlar á leik Hattar og Stjörnunnar í Domino´s deild karla sem fram fer í kvöld. Stuðlarnir eru réttir í leikskránni sem gefin er út og er Stjarnan þar réttilega talin sigurstranglegra liðið en í sölukerfinu víxlast stuðlarnir þannig að Höttur er talið sigurstranglegra liðið. Skv. reglum Íslenskra getrauna hefur leiknum verið lokað og stuðullinn settur á 1.0 þannig að tipparar fá leikinn endurgreiddan. 

Vegna tæknilegra mistaka víxluðust stuðlar á leik Hattar og Stjörnunnar í Domino´s deild karla sem fram fer í kvöld. Stuðlarnir eru réttir í leikskránni sem gefin er út og er Stjarnan þar réttilega talin sigurstranglegra liðið en í sölukerfinu víxlast stuðlarnir þannig að Höttur er talið sigurstranglegra liðið. Skv. reglum Íslenskra getrauna hefur leiknum verið lokað og stuðullinn settur á 1.0 þannig að tipparar fá leikinn endurgreiddan. Her er farið eftir ákvæðum 25. greinar reglugerðar um getraunir en greinin hljóðar svo: 

25. gr.

Í leikskrá, útgefinni af Íslenskum getraunum, eru tilgreindir íþróttakappleikir umferðarinnar og hvenær sölu lýkur fyrir hvern og einn þeirra, þ.e. dagur og tími. Hægt er að tilkynna í leikskrá eða á heimasíðu Íslenskra getrauna um viðbætur og breytingar frá þessum spilareglum sem gilda um ákveðna leiki eða þá getraunaumferð. Félagið er hvorki ábyrgt gagnvart prentvillum í leikskrá né tölfræðiupplýsingum sem birtast á heimasíðu félagsins.

Ef mismunur er á því sem skráð er í leikskrá leikvikunnar, á kvittun þátttakanda eða því sem skráð er í aðaltölvu Íslenskrar getspár, ræður skráningin sem er í aðaltölvunni.

Komi í ljós augljós mistök, innsláttarvilla við tilgreiningu vinningsstuðla eða vinningsstuðlar á við­burði hafa víxlast, þannig að í ljós hefur komið að vinningsstuðlar á viðburði fela í sér innbyrðis ósam­ræmi og veita almennt ekki líkur á að úrslit ráðist á þann veg sem stuðlarnir gefa til kynna, sbr. 1. mgr. 28. gr., er félaginu heimilt að loka fyrirvaralaust sölu á viðburðinn og/eða leiðrétta umræddan vinningsstuðul.

Komi í ljós að þátttakendur hafa giskað á viðburð þar sem augljós mistök, innsláttarvilla við til­greiningu stuðla eða vinningsstuðlar hafa víxlast, sbr. 3. mgr., er félaginu engu að síður heimilt í þeim tilvikum að færa stuðul niður í 1,00 á umræddum viðburði, enda sé það gert áður en við­burður­inn hefst og tilkynning um það efni birt á heimasíðu félagsins.