Getraunaleikir » Tippari vann 2.7 milljónir

Til baka í listaTippari vann 2.7 milljónir
Getrauna-fréttir

Árið byrjar vel fyrir íslenska tippara en á nýársdag vann Íslendingur 2.7 milljónir króna í Getraunum. Tipparinn, sem er stuðningsmaður Aftureldingar, fékk 13 rétta á nýársdag á seðil sem kostaði 702 krónur en vann 2.715.590 krónur. 

Ekki nóg með það heldur varð tipparinn einnig Íslandsmeistari í hópleik í 2. og 3. deild með því að fá 13 rétta í lokaumferðinni og fær 200.000 krónur í verðlaun aukalega.

Íslenskar Getraunir óska viðkomandi innilega til hamingju