Getraunaleikir » Verðlækkun Getrauna

Til baka í listaVerðlækkun Getrauna
Getrauna-fréttir

Íslenskar getraunir hafa ákveðið að lækka verð á getraunaröðinni úr 13 krónum í 12 krónur. Ástæðan er sterkt gengi krónunnar gagnvart sænsku krónunni. Markmið Íslenskra getrauna er að halda verði getraunaraðar sem næst einni sænskri krónu. Verðbreytingin tekur gildi strax.