Getraunaleikir » 12 krónur urðu að 6 milljónum

Til baka í lista12 krónur urðu að 6 milljónum
Getrauna-fréttir

Hún var með allt á hreinu konan sem vann tæpar 6.2 milljónir á Sunnudagsseðilinn í getraunum. Hún tippaði á aðeins eina röð á netinu og borgaði 12 krónur fyrir. Niðurstaðan var 13 réttir og tæpar 6.2 milljónir í hennar hlut. Tipparinn glúrni býr í Reykjanesbæ en styður Val.  Íslenskar getraunir óska tipparanum til hamingju með vinninginn. Það er ljóst að ekki þarf að tippa fyrir háar upphæðir til að fá góðan vinning í getraunum.